Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Einarsson

(– –um 1530)

Prestur.

Foreldrar: Einar umboðsmaður Þórólfsson á Hofstöðum og kona hans Katrín Halldórsdóttir ábóta að Helgafelli, Ormssonar. Kemur fyrst við skjöl 1518, fekk skömmu síðar Hítardal, en Ögmundur byskup lét dæma af honum staðinn 1530, fór hann utan í þeim málum og andaðist í þeirri för. Dætur hans: Jórunn átti Þórð lögmann Guðmundsson, Þórunn átti síra Finnboga Tumasson að Hofi í 92 Vopnafirði. Móðir þeirra var Þuríður stóra Einarsdóttir í Haukadal í Byskupstungum, Guðmundssonar. Hún fylgdi síðar síra Sigmundi byskupi Eyjólfssyni, en átti síðast Odd lögmann Gottskálksson (BB. Sýsl.; PEÓIl. Mm.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.