Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Einarsson

(12. ágúst 1786–23. apríl 1842)

Skáld.

Foreldrar: Einar Þórðarson að Hömrum í Eyrarsveit og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Bjó að Lágafelli ytra í Hnappadal. Í Lbs. eru eftir hann kvæði og rímur af Ambáles, af Flórusi og sonum hans, af Maron sterka.

Kona: Ingibjörg Bárðardóttir frá Valshamri á Skógarströnd.

Sonur þeirra: Jónatan. Launsonur Þórðar (með Oddnýju Jónsdóttur): Jón (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.