Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnfinnur Magnússon
(1666–1741?)
Prestur.
Foreldrar: Síra Magnús Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Guðrún Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar. Hann mun hafa komið í Skálholtsskóla 1683 og orðið stúdent þaðan 1689. Hann fekk Ögurþing 16. sept. 1691 og var prestvígður s.á. Honum var vikið frá Þrestsþjónustu 1730 og algerlega dæmdur frá kallinu 1731, fyrir þær sakir að hann hefði verið drukkinn í messugerð í Súðavíkurkirkju og framið þá ýmis afglöp. Ekki tók hann prestskap eftir það. Hann var alla ævi ókvæntur og aldrei við kvenmann kenndur, og það er tekið fram í heimildum, að hann hafi haft „sérlegan viðbjóð á kvenfólki“. Hann hefir átt heima í Skarði og síðar á Garðstöðum í Ögursveit, en síðastí Ögri, hjá Markúsi sýslumanni Bergssyni, en honum gaf hann próventu sína, 10 hundr. í Melgraseyri og 41% hundr. í Neðra Rauðsdal á Barðaströnd (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Magnús Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Guðrún Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar. Hann mun hafa komið í Skálholtsskóla 1683 og orðið stúdent þaðan 1689. Hann fekk Ögurþing 16. sept. 1691 og var prestvígður s.á. Honum var vikið frá Þrestsþjónustu 1730 og algerlega dæmdur frá kallinu 1731, fyrir þær sakir að hann hefði verið drukkinn í messugerð í Súðavíkurkirkju og framið þá ýmis afglöp. Ekki tók hann prestskap eftir það. Hann var alla ævi ókvæntur og aldrei við kvenmann kenndur, og það er tekið fram í heimildum, að hann hafi haft „sérlegan viðbjóð á kvenfólki“. Hann hefir átt heima í Skarði og síðar á Garðstöðum í Ögursveit, en síðastí Ögri, hjá Markúsi sýslumanni Bergssyni, en honum gaf hann próventu sína, 10 hundr. í Melgraseyri og 41% hundr. í Neðra Rauðsdal á Barðaströnd (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.