Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Edilonsson

(16. sept. 1875–14. sept. 1941)

. Læknir.

Foreldrar: Edilon (d. 1. ágúst 1930, 83 ára) Grímsson skipstjóri á Akureyri, síðar í Rv., og fyrri kona hans, Guðrún (d. 17. ág. 1882, 47 ára) Helgadóttir prentara í Viðey, síðar á Akureyri, Helgasonar. Stúdent í Rv. 1895 með 2. eink. (79 st.).

Lauk prófi í læknaskóla í Rv. 21. júní 1899 með 2. eink. (98 st.). Var á sjúkrahúsum erlendis 1899– 1900. Staðgöngumaður héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899. Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 6. apr. 1900; fekk lausn 4. dec. 1903; gerðist þá aðstoðarlæknir í Rv., en sat í Hafnarfirði; settur í annað sinn héraðslæknir í Kjósarsýslu 22. dec. 1903. Settur héraðslæknir í Hafnarfirði 2. jan. 1908; veitt embættið 24. júní sama ár og gegndi því til æviloka. Átti sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í 15 ár; formaður skólanefndar þar; í skólanefnd Flensborgarskóla í 20 ár og lengi prófdómari við hann. Formaður sparisjóðs Hafnarfjarðar í mörg ár.

Frímúrari. í stjórn læknafélags Íslands í tvö ár. R. af fálk. 1938. Dó í Rv. Ritstörf: Grein um taugaveikina í Hafnarfirði, í Fjallkonunni 1908; greinar í Læknablaðinu (sjá Lækn.); þýddi (með öðrum): Diderichsen, Henny: Annie Besant, Rv. 1922; sá um: Benedikt Gröndal: Dægradvöl. Ævisaga mín, Rv. 1923. Kona (13. apr. 1899): Helga (d. 4. apr. 1937, 61 árs) Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Synir þeirra: Benedikt Gröndal verkfræðingur, Gunnar skrifstofumaður í Rv. (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.