Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Davíðsson

(8. maí 1871–20. sept. 1900)

Bóndi.

Foreldrar: Davíð Snæbjarnarson að Vörðufelli í Lundarreykjadal og kona hans Ingibjörg Davíðsdóttir á Miðsandi, Björnssonar, Var bókhneigður (kunni dönsku, ensku og þýzku), mjög gefinn fyrir söng, hljóðfæraleik (lék á organ og fiðlu), sundmaður, verkmaður góður. Lagði snemma fyrir sig á vetrum fræðslu barna og ungmenna. Fluttist vestur á land og setti bú á Skeiði í Selárdal, þókti gott búmannsefni, drukknaði í fiskiróðri.

Kona (1896): Bjarghildur ljósmóðir Jónsdóttir.

Börn þeirra: Davíð (dó um tvítugt), Ingibjörg átti Ólaf M. Waage að Húsum í Selárdal, Guðrún átti Stefán skólastjóra Jónsson í Stykkishólmi, síra Sigurður í Vallanesi (Óðinn XXIX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.