Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Bárðarson

(– –8. nóv. 1690)

Prestur.

Foreldrar: Bárður lögréttumaður Gíslason í Vatnsdal og kona hans Sesselja Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1665, því að þá 5. nóv. fekk hann leyfi Brynjólfs byskups Sveinssonar til að predika, einkum í kirkjum í Fljótshlíð, vígðist 20. maí 1669 og fekk Torfastaði 22. s.m., hélt til æviloka.

Eftir hann eru Þórðarbænir („Ein lítil ný bænabók“, síðar nefnt „Það andlega bænareykelsi“), komu fyrst út 1693, en a.m.k. 11 sinnum eftir það.

Kona: Katrín (f. um: 1645) Magnúsdóttir í Árbæ í Holtum, Þorsteinssonar. Hún bjó í Vatnsdal 1703. Af börnum þeirra komst upp: Kristín f. k. síra Jóns Oddssonar að Eyvindarhólum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.