Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Brynjólfsson

(8. sept. 1763–1. jan. 1840)

Prestur.

Foreldrar: Brynjólfur Guðmundsson í Skipagerði og kona hans Helga Jónsdóttir prests í Belgsdal, Jónssonar. Lærði fyrst hjá móðurbróður sínum, síra Einari í Forsæti, síðan hjá síra Þorsteini Stefánssyni að Krossi.

Tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent 26. apr. 1784, með góðum vitnisburði, varð djákn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1787, fekk Kálfafell s. á., vígðist þangað 8. júní 1788, fekk Þykkvabæjarklaustursprestakall 20. okt. 1805, Sólheimaþing 5. apr. 1814, bjó þar að Felli, Reynisþing 1838 og hélt til æviloka, bjó í Fagradal. Var prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu frá 26. sept. 1805 til 1830, er hann sagði því starfi af sér.

Mikilhæfur maður, vel gefinn, fjörmaður, en nokkuð undarlegur í geði, mjög ófríður sýnum.

Kona 1 (23. júlí 1789): Jórunn (d. 18. sept. 1791) Jónsdóttir prests á Prestbakka, Steingrímssonar; þau bl.

Kona 2: Margrét Sigurðardóttir prests í 91 Stafholti, Jónssonar, ekkja síra Jóns Steingrímssonar; fekk hann 1793 leyfi til þessa hjónabands, með því að Margrét var stjúpmóðir 1. konu hans.

Börn þeirra: Jórunn f. k. Jóns prentara Jónssonar í Reykjavík, Helga átti fyrr Jón Erlendsson í Suðurgötum í Mýrdal, síðar Berent Sveinsson að Sólheimum ytri, Sigurður (d. 1814), Margrét átti Magnús sýslumann Stephensen í Vatnsdal.

Kona 3: Solveig Sveinsdóttir dbrm. að Sólheimum, Alexanderssonar.

Börn þeirra: Sigurður að Fossi í Mýrdal, Brynjólfur, Elsa Dóróthea, átti Gunnlaug Arnoddsson í Vík í Mýrdal, Sveinn beykir fór til Vesturheims, Þórdís (d. 1845), Ingibjörg, Jón drukknaði í Vestmannaeyjum 1863 ókv. og bl., Guðrún átti 2 laundætur, sína með hvorum.

Solveig ekkja síra Þórðar átti síðar Jón Jónsson í Fagradal (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.