Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Björnsson

(– 1602?)
Stúdent. -Launsonur Björns sýslumanns Benediktssonar að Munkaþverá. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. júlí 1597. Má vera, að hann sé sá, sem er undir kaupbréfi að Munkaþverá 3. júní 1602 og hafi hann þá komið til landsins 1601, en lifað skammt eftir það, ókv. og bl. Til hans er bréf (1598 eða 1599) frá Ólafi Einarssyni, síðar presti að Kirkjubæ í Tungu, um gos í Grímsvötnum og hlaup úr Öræfajökli, í Ny kgl. Saml. 271, 8vo. (Þorv. Th. Landskj.; HÞ.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.