Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Björnsson

(um 1681–1720)

Lögsagnari. Foreldrar; Síra Björn Þorsteinsson á Staðarbakka og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests (siðamanns) í Hvammi í Laxárdal, Þórðarsonar. Talinn í sumum ritum hafa orðið stúdent og þá úr Hólaskóla, en ekki er það öruggt. Virðist um hríð síðustu ár Björns byskups Þorleifssonar hafa verið í þjónustu hans, var síðan 3 ár lögsagnari Páls Vídalíns í Strandasýslu, er 1715 lögsagnari Lárusar Gottrups í Húnavatnsþingi. Bjó að Reykjum í Hrútafirði.

Kona: Sigríður Arnórsdóttir lögsagnara í Ljáskógum, Ásgeirssonar; þau bl. Talið er, að Þórður hafi átt laundóttur, sem dáið hafi bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.