Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Björnsson

(26. jan. 1766–11. febr. 1834)

Sýslumaður.

Foreldrar: Björn sýslumaður Tómasson í Þingeyjarþingi og f. k. hans Steinunn Þórðardóttir á Sandi, Guðlaugssonar. Lærði 5 vetur hjá síra Þorláki Jónssyni í Húsavík, síðan nokkura mánuði hjá síra Einari Thorlaciusi á Grenjaðarstöðum, stúdent úr heimaskóla 25. júlí 1782 frá Hálfdani rektor Einarssyni, með mjög góðum vitnisburði. Var síðan hjá föður sínum, fór utan 1792, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. maí 1793, með 1. einkunn, tók 11. okt. s. á. fyrra hluta 2. lærdómsprófs, með 1. einkunn síðara hluta 12. s.m., með 2. einkunn, lögfræðapróf 1. og 6. júlí 1796, með 1. einkunn í báðum prófum. Settur sýslumaður í Þingeyjarþingi 2. okt. 1796, skipaður 26. apr. 1797 og hélt til æviloka, fekk að vísu Árnesþing 22. júní 1819, en fór þangað ekki, og var honum leyft að vera kyrr 22. júní 1820. Varð kanzellíráð að nafnbót 8. ágúst 1810, settur amtmaður í Norður- og austuramti 3. apr. 1823 fram á næsta ár, gegndi sama starfi í fjarveru Gríms amtmanns 1826–7. Bjó í Garði í Aðaldal. Skarpur maður og lögvitur, búhöldur góður og auðmaður, gerðist nokkuð drykkfelldur með aldri, þó eigi úr hófi fram.

Kona (1804): Bóthildur (f. 10. okt. 1763, d. 12. maí 1841) Guðbrandsdóttir skálds („Drauga-Brands“ eða „Galdra-Brands“) á Narfastöðum, Einarssonar; hafði hún átt með honum 2 börn, er þau gengu í hjónaband, og var þá þunguð í þriðja sinn.

Börn þeirra, sem upp komust: Hallgrímur í Garði, Sigríður átti fyrr síra Tómas Sæmundsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, síðar Ólaf dómsmálaritara Stephensen í Viðey (Útfm., Rv. 1848; BB. Sýsl.; Tímarit bókmf. TI; Þórður Brandsson 1617).

Prestur.

Foreldrar: Brandur sýslumaður („Moldar-Brandur“) Einarsson á Snorrastöðum og f.k. hans Halla Ólafsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Kolbeinssonar. Fekk Hjarðarholt 1581 og hélt til æviloka. Eftir sakeyrisreikningi Dalasýslu 1612–13 hefir hann lukt 30 rd. sekt (– – fyrir að láta stúlku segja ekki til barnsfaðernis, og var hann sjálfur faðir að.

Kona: Þóra Guðmundsdóttir í Stóra Skógi, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Pétur að Fellsenda, Guðmundur (enn á lífi 1666), Brandur, Björn, Sigríður miðkona síra Brynjólfs Bjarnasonar í Hjarðarholti, Ingibjörg átti Svein Ólafsson í Bæjum á Snæfjallaströnd (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.