Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Björnsson

(17. öld)

Lögsagnari að Laugum í Hvammssveit, síðar í Garpsdal.

Foreldrar: Björn Þórðarson (prests í Hjarðarholti, Brandssonar) og f.k. hans Oddhildur Sigurðardóttir. Settur sýslumaður í suðurhluta Barðastrandarsýslu 1682–4. Efnamaður og völundur á marga hluti.

Kona: Sigríður Pétursdóttir (Árnasonar í Sælingsdalstungu, Loptssonar).

Börn þeirra: Magnús sýslumaður í Sauðlauksdal, Ragnhildur átti síra Egil Helgason í Skarðsþingum, Kristín átti Hákon Árnason að Staðarfelli, Gíslasonar (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.