Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Bjarnason

(30. sept. 1793–26. jan. 1835)

Stúdent, umboðsmaður.

Foreldrar: Bjarni lögréttumaður Halldórsson í Sviðholti, ráðsmaður Bessastaðaskóla, og kona hans Valgerður Helgadóttir að Hliði, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1810, stúdent 1816, með góðum vitnisburði. Tók við búi í Sviðholti eftir föður sinn og bjó þar til æviloka, þó að hann hefði umboð Kirkjubæjarklausturs.

Kona: Guðlaug Aradóttir læknis á Flugumýri, Arasonar. 89 Dóttir þeirra: Sesselja f. k. Bergs landshöfðingja Thorbergs. Guðlaug varð síðar s. k. Björns yfirkennara Gunnlaugssonar (Bessask.; PG. Ann.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.