Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Tómas) Tómasson

(7. dec. 1871–25. ágúst 1931)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Þórður héraðslæknir Tómasson á Akureyri og kona hans Kamille Kristiane (f. Enig). Eftir lát föður síns fluttist hann með móður sinni til Kh. (1874), varð stúdent úr Borgaradyggðaskólanum í Kristjánshöfn 1890, með ágætiseinkunn (107 st.), tók próf í háskólanum í Kh. í hebresku, með 1. einkunn, í heimspeki s. á., með ágætiseinkunn, í kirkjufeðralatínu 1893 og í guðfræði 17. júní 1896, bæði með 1. einkunn. Gerðist þá um tíma heimiliskennari hjá Ahlefeldt-Laurvigen lénsbaróni í Ejby á Fjóni. Tók 1898 próf í trúkennslu- og predikunarfræði, bæði með 1. einkunn.

Varð sama ár aðstoðarprestur í Horsens og 1904 sóknarprestur að klausturkirkjunni þar, fekk Vemmetofte 1925 og hélt til æviloka. R. af dbr., r. af fálk.

Þókti skörungur í kennimannastétt. Var aðalmaður í félaginu „Dansk-isl. Kirkeudvalg“, er síðar var nefnt „Dansk-isl. Kirkesag“ og birti á prenti blaðkorn („Meddelelser“). Ritstörf hin helztu: Det levende Ord, 1913; Mellem Bedeslag, 1922; Daggry, 1923; Islands Kirke og den danske Menighed, 1923; Kors og Krone, 1925; Lönlig iblandt os, 1929; Træk af isl. Kirke- og Menighedsliv i Nutiden, 1930; þýð.: Hallgrímur Péturssons Passionssalmer, 1930; átti nokkurn þátt í A. Möller: Isl. Lovsang, 1923, og Jón Helgason: Islands Kirke, 1922 og 1925. Auk þessa eru eftir hann margar greinir í blöðum og tímaritum.

Kona: Kristín Payberg frá Næstved, og áttu þau 3 dætur (HÞ. Guðfr.; Bjarmi, 25. árg.; Prestafélagsrit 1931).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.