Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þórður (Theodorus) Thorlacius (Skúlason)
(3. apr. 1774–12. ág. 1850)
Sýslumaður.
Foreldrar: Skúli rektor Thorlacius í Kh. og kona hans Agatha, dóttir H. Chr. Risbrighs prests í Vejlby á Fjóni. Lærði í Maríuskóla í Kh. (undir stjórn föður síns), varð stúdent með ágætiseinkunn, tók annað lærdómspróf 1793, með 1. einkunn, lögfræðapróf 1797, með 2. einkunn í báðum prófum. Fekk SuðurMúlasýslu 1800, bjó á Helgustöðum, fekk Árnesþing 31. mars 1813, fluttist þangað 1814, bjó að Stóra Hrauni, varð héraðsritari í Ullborg og Hindherred 11. dec. 1818. Andaðist í Kh. Virðist ekki hafa þókt mikils háttar sýslumaður, enda kunni hann illa íslenzku, en talsverður búhöldur og efldi garðrækt (fekk bæði gull- og silfurheiðurspening frá landbúnaðarfélagi Dana).
Kona: Gythe Howits.
Börn þeirar: Skúli (Pétur Chr. Skúli) fulltrúi í utanríkisskjalasafni í Kh., Börge Mathias var og í Kh., Agata (BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Skúli rektor Thorlacius í Kh. og kona hans Agatha, dóttir H. Chr. Risbrighs prests í Vejlby á Fjóni. Lærði í Maríuskóla í Kh. (undir stjórn föður síns), varð stúdent með ágætiseinkunn, tók annað lærdómspróf 1793, með 1. einkunn, lögfræðapróf 1797, með 2. einkunn í báðum prófum. Fekk SuðurMúlasýslu 1800, bjó á Helgustöðum, fekk Árnesþing 31. mars 1813, fluttist þangað 1814, bjó að Stóra Hrauni, varð héraðsritari í Ullborg og Hindherred 11. dec. 1818. Andaðist í Kh. Virðist ekki hafa þókt mikils háttar sýslumaður, enda kunni hann illa íslenzku, en talsverður búhöldur og efldi garðrækt (fekk bæði gull- og silfurheiðurspening frá landbúnaðarfélagi Dana).
Kona: Gythe Howits.
Börn þeirar: Skúli (Pétur Chr. Skúli) fulltrúi í utanríkisskjalasafni í Kh., Börge Mathias var og í Kh., Agata (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.