Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Sveinbjörnsson) Gudjohnsen

(5. febr. 1867–25. sept. 1937)

Læknir.

Foreldrar: Þórður veræzlunarstjóri Gudjohnsen í Húsavík og f.k. hans Halldóra Þórðardóttir dómstjóra Sveinbjörnssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 1. einkunn (86 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júní 1896, með 2. einkunn betri (1411 st.). Hann stundaði lækningar í Rönne á Borgundarhólmi frá jan. 1899 til æviloka, oft settur héraðslæknir þar. Hlaut heiðurspening frá Svensk turistförening fyrir könnunarferðir um Lappland og birti á prenti greinir um þær.

Kona (26. júlí 1901): Elísabet Margrét (f. 12. janúar 1876), f. Hansen (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.