Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Jónas) Thoroddsen

(14. nóv. 1856–19. okt. 1939)

Læknir,

Foreldrar: Jón sýslumaður og skáld Thoroddsen og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir umboðsmanns í Hrappsey, Sívertsens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, stúdent 1877, með 1. einkunn (79 st.), próf úr læknaskóla 30. júní 1881, með 1. einkunn (98 st.).

Settur kennari í Möðruvallaskóla 1881–2. Var í spítölum í Kh. 1882–3. Settur 17. maí (frá 1. júní) 1883, skipaður 27. maí 1885 héraðslæknir í 2. læknishéraði og átti heima lengstum í Keflavík, fekk lausn 28. júní 1904. Var féhirðir í Íslandsbanka í Reykjavík frá stofnun hans 1904 til 1. dec. 1909. Stundaði síðan lækningar í Rv. til æviloka, gegndi þó veturinn 1911–12 störfum héraðslæknis á Akureyri. Var 3 ár kaupfélagsstjóri kaupfélags Suðurnesja og framkv.stjóri þilskipafélags þar. Þm. Gullbr. og Kjs. 1895–1902. Umdæmistemplar á Suðurnesjum 1890–1903, stórtemplar 1903–11.

Ritstörf: Reikningsbók, Rv. 1880 (2. pr. 1884); Athugasemdir söngkennara við söngfræði Jónasar Helgasonar, Rv. 1885. Greinir í Læknabl.

Kona (14. sept. 1883): Anna Lovísa (f. 18. dec. 1858, d. 10. apr. 1939) Pétursdóttir organleikara, Guðjónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Pétur læknir í Neskaupstað, Kristín átti Steingrím lækni Matthíasson á Akureyri, Jón fór til Vesturheims, Emil hljóðfæraleikari, Þorvaldur verksmiðjustjóri í Rv. (Skýrslur; Lækn.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.