Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Jónas) Gunnarsson

(20. júlí 1865–7. maí 1935)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Gunnar Ólafsson að Höfða og s.k. hans Guðríður Pétursdóttir Hjaltesteds að Helgavatni í Vatnsdal. Lærði í Möðruvallaskóla og lauk þar prófi 1885.

Stundaði síðan kennslu um hríð.

Setti bú 1889 (með bróður sínum, Baldvin) að Höfða. Gerðu þeir þar einhverjar hinar mestu endurbætur, sem unnar hafa verið á landi á einu býli, höfðu sjávarútgerð mikla. og jafnvel um tíma talsverða verzlun. 98 Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var nytsemdarmaður mikill.

Kona (1888): Guðrún Sveinsdóttir að Hóli í Höfðahverfi, Sveinssonar.

Börn þeirra: Sveinn í Nesi, Gunnar að Höfða, Þengill sst., Guðríður (Óðinn XIV; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.