Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Höfða-Þórður) Bjarnarson

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður á Höfðaströnd og bjó að Höfða. Faðir: Björn byrðusmjör Hróaldsson hryggs, Bjarnarsonar járnsíðu, Ragnarssonar loðbrókar.

Kona: Þorgerður, dóttir Þóris hímu og Friðgerðar Kjarvalsdóttur Írakonungs.

Börn þeirra: Björn (faðir Arnórs kerlingarnefs), Þorgeir, Snorri (föðurfaðir Þorfinns karlsefnis), Þorvaldur holbarki, Bárður, Söxólfur, Þorgrímur, Hróar, Knörr, Þormóður skalli, Steinn, Þorlaug átti Arinbjörn Sleitu-Bjarnarson, Herdís átti Atla ramma Eilífsson arnar, Þorgríma skeiðarkinn, Arnbjörg, Arnleif, Ásgerður, Þuríður, Friðgerður í Hvammi átti Þórarin fylsenni Þórðarson gellis (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.