Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður (Guðlaugur) Ólafsson

(24, apr. 1863–28. apr. 1948)

.

Prestur. Foreldrar: Ólafur (d. 5. mars 1894, 77 ára) Guðlaugsson í Hlíðarhúsum í Rv. og fyrri kona hans Sesselja Halldóra (d. 18. maí 1870, 48 ára) Guðmundsdóttir í Hlíðarhúsum, Jónssonar. Stúdent í Rv. (utan skóla) 1885 með 2. eink. (72 st.). Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1887 með 2. eink. betri (39 st.). Veitt Dýrafjarðarþing 25. okt. 1887; vígður 6. nóv. s.á.; Veittir Sandar í Dýrafirði 11. júní 1904. Settur prófastur í V.-Ísafjarðarprófastsdæmi 15. júní 1908; skipaður 2.jan.1909.

Sat á Þingeyri síðari árin. Veitt lausn frá embætti 29. jan. 1929; fluttist þá til Rv. og var aðstoðarmaður í Stjórnarráðinu í nokkur ár. Sýslunefndarmaður í V.-Ísafjs. í 9 ár; í stjórn kaupfélags Dýrfirðinga um skeið; stundakennari í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1929–30.

Ritstörf: Fiskveiðar Reykvíkinga á síðari helmingi 19. aldar (í: Þættir úr sögu Reykjavíkur, Rv. 1936); nokkrar greinar í tímaritum (sjá BjM. Guðfr.). Kona (5. nóv. 1886): María (d. 24. apr. 1943, 75 ára) Ísaksdóttir pósts á Eyrarbakka, Ingimundarsonar. Börn þeirra, sem upp komust: Katrín átti Stein Ágúst búfræðing Jónsson í Flatey, Vilborg Björg átti Valdimar prentara Guðmundsson í Rv., Sesselja átti Óskar stýrimann Árnason í Rv., Sigurður söngstjóri og skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, Óskar læknir í Rv. (BjM. Guðfr. o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.