Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórunn Gísladóttir

(15. dec. 1846–19. júlí 1937)

. Ljósmóðir, grasakona. Foreldrar: Gísli Jónsson á Eystri-Ásum í Skaftártungu og kona hans Þórunn Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal. Stundaði sjó á yngri árum.

Gerðist ljósmóðir og tók alls á móti 800 börnum. Stundaði og lækningar með grösum og þótti takast vel. Dó í Rv. Maður: Filippus bóndi Stefánsson í Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Börn þeirra: Erlingur homöopati, Stefán leiðsögumaður, Gissur vélsmiður, Regína átti Jón Bjarnason í Brúnavík í Borgarfirði eystra, Þórunn o. fl. (Víðir X; J.G.Ó.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.