Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þóroddur Þórðarson

(1696–1765)

Heyrari.

Foreldrar: Þórður Guðbrandsson að Fjalli á Skeiðum og kona hans Guðrún Þóroddsdóttir frá Hamarsholti. Tekinn í Skálholtsskóla 1708, varð stúdent 1717, fór utan 1722, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 15. jan. 1723, tók guðfræðapróf 28. maí 1725, með 1. einkunn, kom þá til landsins og var um tíma í þjónustu Benedikts lögmanns Þorsteinssonar í Rauðaskriðu, varð heyrari í Hólaskóla 1728, fekk vonarbréf fyrir Völlum 16. mars 1731, en nýtti sér það ekki.

Hafði fyrst bú á Einarsstöðum í Reykjadal, þá á Skeiði í Svarfaðardal og hafði umboð Svarfaðardalsjarða, því næst að Mannslagshóli. Vikið frá heyrarastöðunni 6. apr. 1741, með fram vegna Óósannaðra sakargifta á Skúla, síðar landfógeta Magnússon, enda þókti hann óróagjarn, en dugandi kennari.

Bjó síðast á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði og andaðist þar.

Kona: Herdís (d. 1773) Illugadóttir prests að Auðkúlu, Þorlákssonar. Synir þeirra: Þórður hag- og búfræðingur, Þóroddur beykir á Vatneyri, Ólafur í Tungu á Tálknafirði, Sigurður á Þóroddsstöðum (HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.