Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórir Haraldsson

(– – 1323)

Ábóti að Munkaþverá 1298–1323. Átti deilur við Lárentíus Kálfsson, meðan hann var visitator hér, en bauð honum síðar til sín að Munkaþverá, til að kenna þar. Auðun byskup Þorbergsson veik honum frá ábótadæmi síðla ævi hans, og hugði hann að fara utan af því efni, en skip hans braut í ísum, og komst hann þó til Noregs 1321 (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. bmf. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.