Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórir Guðmundsson

(4. júní 1896–20. júní 1937)

Kennari.

Foreldrar: Síra Guðmundur Guðmundsson í Gufudal og kona hans Rebekka Jónsdóttir alþm. á Gautlöndum, Sigurðssonar, Búfræðingur úr Hvanneyrarskóla 1915, próf í landbúnaðarháskóla Dana 1919, kynnti sér síðan fóðrun búfjár á Norðurlöndum. Kennari á Hvanneyri 1920–36. Fekkst við fóðrunartilraunir í Reykjavík 1935–7 og varð þá forstöðumaður búfræðideildar rannsókna í þágu atvinnuvega. Rit: Kennslubók í efnafræði, Rv. 1927; Líffæri búfjárins, Rv. 1929. Sá (með öðrum) um: Handbók fyrir bændur, Rv. 1926. Meðritstjóri að Frey 1923 og Búfræðingi (þar eru og ritgerðir eftir hann). Ókv. (Búnaðarrit 1938).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.