Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórhallur Jóhannesson

(18. júní 1887–18. apríl 1924)

Læknir.

Foreldrar: Jóhannes Bjarnason í Dalshúsum í Bakkafirði og kona hans Friðjóna Friðbjarnardóttir að Efri Hólum í Núpasveit, Eiríkssonar.

Varð stúdent úr menntaskóla Rv. 1910 (79 st.), próf úr læknadeild háskóla Íslands 21. júní 1915, með 1. einkunn (1721 st.). Settur 5. júlí 1915, skipaður 2. ágúst 1917 héraðslæknir í #Þistilsfjarðarhéraði (var í spítölum erlendis 1916–17). Fekk Flateyrarhérað 5. febr, 1924 (frá 1. apr.). Andaðist á Ísafirði á leið þangað.

Grein í Læknabl.

Kona (13. júlí 1915): Ágústa (f. 16. ág. 1895) Jóhannsdóttir að Höfða í Byskupstungum, Bjarnasonar; þau bl. Hún átti síðar Guðmund verzlunarmann Halldórsson í Reykjavík (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.