Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórhallur Bjarnarson

(2. dec. 1855–15. dec. 1916)

Byskup.

Foreldrar: Síra Björn skáld Halldórsson að Laufási og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Saltvík á Tjörnesi, Jónassonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, varð stúdent 1877, með 1. einkunn (93 st.), fór utan sama haust, tók próf í háskólanum í Kh. í heimspeki 1878, með 2. einkunn, í kirkjufeðralatínu 1880 og í guðfræði 23. jan. 1883, bæði með 1. einkunn.

Hafði á hendi stundakennslu í Reykjavíkurskóla veturinn 1883–4, fekk Reykholt 18. mars 1884, vígðist 18. maí s. á., skipaður prófastur í Borgarfjarðarsýslu 7. júní s.á. Fekk Akureyri 19. mars 1885, í skiptum við síra Guðmund Helgason, en var 28. ág. s.á. frá 1. okt. settur fyrri kennari í prestaskólanum og fluttist þá til Rv., fekk veiting 24. febr. 1886, gegndi og dómkirkjuprestsstörfum í Rv. frá því í maí 1889 til júnímánaðar 1890. Var settur lektor 10. jan. 1894, skipaður 30. maí s.á. Varð byskup 19. sept. 1908, vígðist í Reykjavík s.á. og hélt til æviloka. R. af dbr. 9. dec. 1902, dbrm. 31. júlí 1906, prófessor að nafnbót 9. ág. 1907. Þm. Borgf. 1894–9 og 1902– 7. Formaður búnaðarfélags Íslands 1900–7. Ritstörf: Kirkjublað, Rv. 1891–6; Nýtt kirkjublað, Rv. 1906–16.

Þýddi (með öðrum): H. Spencer: Um uppeldi barna, Rv. 1884; Th. Klaveness: Kristilegur barnalærdómur, Rv. 1899 (kom út nokkurum sinnum síðar). Sá um: Skólaljóð, 1. pr. Rv. 1901; (með öðrum): Fornsöguþættir, Rv. 1899–1901; Lesbók, Rv. 1907–10. Af greinum í tímaritum skulu nefndar: Páfinn á vorum dögum (Tímarit bmf. 1897); Ævisaga síra Þórarins Böðvarssonar (í Andvara 1897).

Kona (16. sept. 1887): Valgerður (f. 26. júní 1863, d. 28. jan, 1913) Jónsdóttir hreppstjóra á Bjarnastöðum í Bárðardal, Halldórssonar, fósturdóttir Tryggva bankastjóra Gunnarssonar.

Börn þeirra: Síra Tryggvi að Hesti, síðast bankastjóri, Svava átti Halldór skólastjóra Vilhjálmsson á Hvanneyri, Björn dó í Noregi 1916, Dóra átti Ásgeir bankastjóra Ásgeirsson (Andvari XLII; Óðinn HI og XIII; Bún„aðarrit 1918; Bjarmi, 2. og 11. árg.; Skólablaðið, 2. árg.; HÞ. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.