Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórhalli Magnússon

(– –í dec. 1746)

Talinn bóndason af Seltjarnarnesi (JH. Prest.).

Ólst upp hjá Jóni Þórðarsyni á Bakka í Melasveit. Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1705, varð stúdent 1708. Vígðist 1713 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar í Görðum á Akranesi, fekk Borgarþing 22. apr. 1716 (staðfesting Fuhrmanns amtmanns 22. maí 1719), gegn andmælum Jóns byskups Vídalíns, og hélt til æviloka.

Bjó fyrst að Borg, en síðast að Hamri. Í skýrslum Harboes fær hann sæmilegan vitnisburð, en Jóni byskupi Árnasyni þókti barnafræðslu mjög áfátt í sóknum hans. Hann kenndi ýmsum skólalærdóm.

Kona 1: Guðrún (d. 1732) Gísladóttir, Nikulássonar í Þingnesi, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús í Villingaholti, Jón (vísað úr Skálholtsskóla 1743, eftir 5 vetra nám, vegna tornæmis), Helga átti Gísla Björnsson á Sandi í Kjós, síra Þórður í Saurbæ á Kjalarnesi.

Kona 2 (1733). Bóthildur (d. í febr. 1781, 87 ára) Egilsdóttir að Kálfalæk, Finnssonar.

Sonur þeirra: Síra Egill prófastur í Bogense á Fjóni (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.