Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Þórólfsson, svarti, Máhlíðingur, skáld

(10. öld)

Bjó í Mávahlíð.

Foreldrar: Þórólfur sst. Herjólfsson hölkinraza og kona hans Geirríður Þórólfsdóttir bægifóts, Björnssonar, Bölverkssonar blindingatrjónu. Manna stilltastur og kallaður mannasættir.

Kona: Auður nokkur. Var borinn illmæli og rataði af því í vígaferli mikil. Fór eftir það utan og síðan vestur um haf (Eyrb.; þar er og kveðskapur hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.