Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Þórarinsson

(10. mars 1864–3. júlí 1939)

Prestur,

Foreldrar: Þórarinn á Skjöldólfsstöðum Stefánsson (prests á Skinnastöðum, Þórarinssonar) og kona hans Þórey Einarsdóttir prests í Vallanesi, Hjörleifssonar. Var tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 3. einkunn (59 st.), próf úr prestaskóla 1890, með 2. einkunn lakari (33 st.). Fekk Mýrdalsþing 22. sept. 1890, vígðist 28. s.m., fekk Valþjófsstaði 14. sept. 1894 og hélt nálega til æviloka. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (1891): Ragnheiður (f. 3. júní 1867, d. 17. mars 1940) Jónsdóttir prests að Hofi í Vopnafirði, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þuríður átti Einar Sv. Magnússon, Sigríður Sofía átti Ara lækni Jónsson í Fljótsdalshéraði, Unnur átti Bjarna bókbindara Ólafsson í Reykjavík, Bryndís átti síra Árna fríkirkjuprest Sigurðsson í Rv., Þórarinn guðfræðingur og skólastjóri í Eiðaskóla, Þórhalla átti Björ bankaritara Björnsson í Rv. (Kirkjuritið 1939; SGrBf.; Brim 0:f1.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.