Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Öfjörd (Vigfússon)

(4. ágúst 1854–13. júní 1922)

Bóndi.

Foreldrar: Vigfús silfursmiður Öfjörd í Ketilhúshaga og Guðríður Brandsdóttir (undan Eyjafjöllum). Ólst upp að Núpi í Fljótshlíð. Bjó í Austurhlíð 1885–98, en í Fossnesi í Gnúpverjahreppi síðan. Búhöldur góður og efnaðist vel, bætti vel jörð sína, enda hlaut hann tvívegis heiðursverðlaun fyrir, hestamaður orðlagður, vel sýnt um hirðing fjár.

Kona (1885): Guðný (d. 22. ág. 1924) Oddsdóttir í Ey í Landeyjum.

Börn þeirra: Steinn í Fossnesi, Magnús í Snóksnesi í Flóa, Guðjón að Lækjarbug á Mýrum, Vilborg átti Pál Árnason að Litlu Reykjum í Flóa, Sigfús smiður og skytta (Óðinn XXI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.