Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Öfjörd

(8. okt. 1793–14. sept. 1823)

Sýslumaður.

Foreldrar: Magnús klausturhaldari Þórarinsson að Munkaþverá og kona hans Ingibjörg Hálfdanardóttir rektors, Einarssonar. Var um hríð hjá föðurbróður sínum, Vigfúsi sýslumanni að Hlíðarenda, og lét hann kenna honum, var síðan í Bessastaðaskóla, stúdent 1813, með góðum vitnisburði, fór utan 1814, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. okt. s. á. (með einkunninni „satis bonum“), tók 2. lærdómspróf 1815, með 2. einkunn, lögfræðapróf 3. júní 1819, með 2. einkunn í báðum prófum. Var settur 3. júní s. á. sýslumaður í Rangárþingi, en í Skaftafellsþingi 12. júlí 1823, drukknaði á Mýrdalssandi.

Bjó að Garðsvika, síðar á Skammbeinsstöðum. Var vel látinn maður.

Kona (5. janúar 1820): Rannveig Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Vigfús silfursmiður í Ketilhúshaga, Ingibjörg miðkona Jóhanns Einarssonar í Þingnesi, Þórarinn að Hraunsmúla. Rannveig ekkja hans átti síðar síra Sveinbjörn Sveinbjörnsson að Staðarhrauni (Bessastsk.; BB. Sýsl.; Tímarit bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.