Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Ólafsson

(– –í dec. 1663)

Prestur. Lærði í Hólaskóla. Var síðan um hríð í þjónustu Guðmundar sýslumanns Hákonarsonar á Þingeyrum.

Vígðist 11. mars 1627 prestur í Grímsey, fekk Bægisá 1632 og hélt til æviloka.

Kona: Málmfríður (enn á lífi 1665) Jónsdóttir, Stígssonar.

Börn þeirra: Jón á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, Stígur á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, Þorlákur stúdent, Ingibjörg átti síra Jón Guðmundsson í Stærra Árskógi, Kristín átti Ólaf lögréttumann Guðmundsson frá Flatatungu, Arasonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.