Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Vigfússon

(um 1657– ?)

Klausturhaldari á Möðruvöllum (1683–94). Faðir: Vigfús Friðriksson kaupmanns á Húsavík (danskrar ættar), Bjó í Grenivík 1703.

Kona: Ingibjörg (f. um 1664) Markúsdóttir prests að Laufási, Geirssonar, Dóttir þeirra: Guðrún átti Jón sýslumann Jónsson í Grenivík (BB. Sýsl.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.