Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Sveinsson

(21. sept. 1778–20. jan. 1859)

Bókbindari,

Foreldrar: Sveinn Þórðarson í Skarðskoti í Leirársveit og kona hans Þórdís Oddsdóttir í Stóra Lambhaga, Einarssonar.

Nam bókband í Leirárgörðum í 1 ár (1797–8), en í Kh. 1798–1802 (líkl.). Var síðan með Magnús dómstjóra Stephensen, en bjó í Þerney 1813–19 og síðan mjög víða. Síðast var hann í Gerðum í Garði og andaðist þar. Hann hefir samið ritgerð um ýmsa atburði í grennd við sig á uppvaxtarárum sínum og skömmu fyrir þann tíma (pr. í Blöndu 11). Var vel gefinn maður og hagmæltur.

Kona I: Katrín, laundóttir Magnúsar prentara Móbergs, ekkja Ingjalds Þorkelssonar í Þerney. Dóttir þeirra Þórarins: Guðný átti Þorstein Niss Sigurðsson í Gerðum í Garði.

Kona 2: Anna Magnúsdóttir í Saltvík á Kjalarnesi, Kolbeinssonar; þau bl. (sjá Blöndu 11).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.