Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Sigvaldason Liliendahl

(um 1753–22. dec. 1792)

Settur sýslumaður.

Foreldrar: Síra Sigvaldi Halldórsson að Húsafelli og kona hans Helga Torfadóttir prests á Reynivöllum, Halldórssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1770, stúdent 1775. Var síðan hjá Jóni varalögmanni Ólafssyni, enda hafði hann verið á vegum hans á skólaárum sínum. Fór utan 1778, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. sept. 1778, með 2. einkunn, próf í heimspeki 1780, með 2. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf. Var lengi skrifari í lærdómslistafélaginu. Kom til landsins 1790 með Meldal amtmanni, var skrifari hans og hafði umsjá með Bessastaðakirkju. Var 5. mars settur sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu, en andaðist úr brjóstveiki á Bessastöðum s. á., ókv. Hann átti ekki fyrir skuldum, enda hafði hann verið óreiðumaður.

Hann sá um prentun á Jónsbókarskýringum Páls lögmanns Vídalíns í ritum lærdómslistafélags. Áður en hann fór utan, átti hann 2 launbörn, sitt með hvorri, og dó a. m. k. annað þeirra ungt (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.