Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Sigfússon

(25. mars 1758–12. apr. 1814)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigfús Sigurðsson að Felli í Sléttahlíð og kona hans Ólöf Þórarinsdóttir prests í Nesi, Jónssonar. F. að Keldum í Sléttahlíð. Tekinn í Hólaskóla 1772, stúdent 7. mars 1779, með meðalvitnisburði, vígðist aðstoðarprestur föður síns 1. júní 1783, en með því að hann hafði fengið Grímsey 20. maí s. á., fluttist hann sama vor þangað, með leyfi föður síns, fór úr eyjunni 1787, enda missti hann s.á. prestskaparréttindi vegna barneignar, fekk uppreisn 12. júní 1789. Var fyrst hjá foreldrum sínum, síðan í Bæ á Höfðaströnd, bjó því næst að Stóru Brekku í Fljótum, þá að Höfða á Höfðaströnd.

Gerðist aðstoðarprestur föður síns 1793, fekk Hvanneyri 7. mars 1795, Tjörn í Svarfaðardal 29. apr. 1807 og hélt til æviloka. Þókti daufur ræðumaður. og enginn raddmaður, gæflyndur og nokkuð hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona 1 (1788): Sofía (d. 8. mars 1803) Halldórsdóttir prentara, Eiríkssonar, ekkja Símonar stúdents Guðmundssonar í Bæ á Höfðaströnd.

Sonur þeirra: Jón í Sigluvík.

Kona 2 (1805): Anna (f, 11. apr. 1789, d. 24. júní 1862) Þorleifsdóttir í Siglunesi, Jónssonar; þau bl. Hún átti síðar Magnús Magnússon í Siglunesi, en síðast Jón Jónsson sst. Laundóttir síra Þórarins 1787 (með Margréti nokkurri): Steinunn átti Pétur Jónsson að Enni, síðast að Sauðá (Vitæ ord.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.