Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Kristjánsson

(8.nóv. 1816–10. sept. 1883)

Prestur.

Foreldrar: Síra Kristján Þorsteinsson á Völlum og fyrsta kona hans Þorbjörg Þórarinsdóttir prests og skálds að Múla, Jónssonar. F. á Þönglabakka.

Lærði fyrst 3 ár hjá síra Einari Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, tekinn í Bessastaðaskóla 1833, stúdent 1838 (95 st.), Var síðan 4 ár skrifari hjá Lund sýslumanni í Mýrasýslu. Vígðist 26. júní 1842 aðstoðarprestur föður síns. Fekk Stað í Hrútafirði 9. dec. 1846, Prestbakka 3. apr. 1849, Reykholt 7. jan. 1867, Vatnsfjörð 21. maí 1872 og hélt til æviloka. Prófastur í Strandasýslu settur 1849, skipaður 1850–67, í Borgarfjarðarsýslu 1867– "1, settur prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 7. júní 1881 til 1882, en hann fekk ekki sinnt því vegna vanheilsu. R. af dbr. 2. ág. 1874.

Var 2. þjóðfm. Strand. 1851. Til er eftir hann í handriti (Lbs. 1464, 4to.) bréf (eins konar vörn fyrir framkomu hans á þjóðfundi). Var vel gefinn maður og vel látinn.

Kona (15. júlí 1842): Ingibjörg (f. 21. okt. 1817, d. 6. júní 1896) Helgadóttir dbrm. í Vogi á Mýrum, Helgasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Kristján Eldjárn að Tjörn í Svarfaðardal, Helgi Jónas í Rauðanesi, Sesselja Guðrún átti Einar trésmið Bjarnason á Ísafirði, Ingibjörg átti Bjarna Jónsson á Eyri í Mjóafirði (Vitæ ord. 1842; Alþingismannatal; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.