Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Kristjánsson

(27. júlí 1886 – 19. júní 1943)

. Hafnarstjóri. Foreldrar: Kristján (d. 2. júlí 1926, 74 ára) Jónsson sýslumaður í Hafnarfirði, síðar dómstjóri, og kona hans Anna (d. 2. dec. 1921, 69 ára) Þórarinsdóttir prófasts í Görðum á Álftanesi, Böðvarssonar. Stúdent í Rv. 1905 með 1. einkunn (100 st.). Lauk prófi í byggingaverkfræði í Kh. 1912 með 1. einkunn 6,67 (83,3). Vann verkfræðistörf hjá N. C. Monberg við hafnargerð í Rv. og Vestmannaeyjum. Bæjar- og hafnarverkfræðingur í Rv. frá 1. apr. 1916–28. febr. 1918, en þá skipaður hafnarstjóri í Rv. og gegndi því embætti til æviloka. Var formaður Dýraverndunarfélags Íslands frá 1934 til æviloka. R. af dbr. 1930; str. af fálk. Kona (5. júní 1915): Ástríður (f. 30. ág. 1893) Hannesdóttir ráðherra Hafsteins. Börn þeirra: Hannes læknir í Rv., Anna átti Stefán forstjóra Guðnason, Jón lyfjafræðingur.

Sonur hans áður en hann kvæntist (með Ástu Árnadóttur): Njáll kaupm. í Rv. (Br7.; Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1943).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.