Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson, eldri

(– –um 1698)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Einarsson í Hafrafellstungu og kona hans Guðrún Jónsdóttir á Draflastöðum, Jónssonar. Virðist vera orðinn prestur 1650 og þá í Grundarþingum, fekk Hrafnagil 1663 og hélt til æviloka. Var með heldri prestum nyrðra. Skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona 1: Guðný Jónsdóttir á Svalbarði, Jónssonar lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar.

Sonur þeirra: Jón á Grund í Höfðahverfi (faðir síra Eldjárns á Möðruvöllum).

Kona 2: Halldóra Þorsteinsdóttir prests að Vesturhópshólum, Ásmundssonar.

Börn þeirra: Síra Jón í Hjarðarholti, Þorsteinn í Feitsdal, Pétur, Bjarni, Þórarinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Margrét átti síra Jón Guttormsson að Hólmum, Guðný átti Einar Marteinsson sýslumanns, Rögnvaldssonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.