Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þórarinn Jónsson
(um 1671–13. jan. 1751)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Guðmundsson í Stærra Árskógi og kona hans Ingibjörg Þórarinsdóttir prests að Bægisá, Ólafssonar. Tekinn í Hólaskóla 1685, stúdent 1691, varð djákn að Munkaþverá 1692, var 1 vetur (1693–4) utanlands með Birni sýslumanni Magnússyni að Munkaþverá, vígðist 30. nóv. 1696 prestur að Stærra Árskógi, fekk Grímsey 1711, en flýði þaðan 1718, fekk Nes 1718 og lét þar af prestskap 1736 í leyfisleysi, skildi illa við, og fór þá að Finnbogastöðum í Trékyllisvík, var síðast að Moldhaugum og andaðist þar. Mun hafa verið lítill búhöldur, fekkst við lækningar, hefir samið rím (sjá Lbs.).
Kona 1: Helga Ólafsdóttir prests að Munkaþverá, Einarssonar; þau bl. (hún dó 18 vikum eftir hjónabandið).
Kona 2: Helga Skúladóttir frá Urðum, Illugasonar. Dætur þeirra: Helga dó um tvítugt bl., Málmfríður átti Jón Bjarnason frá Hesteyri, Jónssonar.
Kona 3: Ragnhildur Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Mývatnsþingum, Björn skólagenginn, komst í þjófnað, strauk til Hollands, Ólöf átti síra Sigfús Sigurðsson að Felli í Sléttahlíð, Illugi á Ámýrum, Elín átti Bjarna (Djöflabana eða Latínu-Bjarna) Jónsson að Knerri (HÞ.; SGrBI) Þórarinn Jónsson (1700–21. okt. 1752).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Þórarinsson í Hjarðarholti og kona hans Rannveig Jónsdóttir prests að Reynistaðarklaustri, Einarssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1717 (í efra bekk), stúdent 1720, var síðan skrifari Páls lögmanns Vídalíns 2 ár (1720–2) og fekk hjá honum ágætan vitnisburð, var síðan hjá foreldrum sínum.
Fekk Hjarðarholt 30. nóv. 1730, vígðist 10. dec. s.á. og hélt til æviloka, var og prófastur í Dalasýslu frá 1739 til æviloka.
Fær hann heldur góðan vitnisburð hjá Jóni byskupi Árnasyni, en Harboe telur hann ólærðan, þótt hann beri honum gott orð að öðru leyti.
Kona: Ástríður (d. 1743) Magnúsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Magnússonar. Af börnum þeirra komst upp: Árni byskup (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Guðmundsson í Stærra Árskógi og kona hans Ingibjörg Þórarinsdóttir prests að Bægisá, Ólafssonar. Tekinn í Hólaskóla 1685, stúdent 1691, varð djákn að Munkaþverá 1692, var 1 vetur (1693–4) utanlands með Birni sýslumanni Magnússyni að Munkaþverá, vígðist 30. nóv. 1696 prestur að Stærra Árskógi, fekk Grímsey 1711, en flýði þaðan 1718, fekk Nes 1718 og lét þar af prestskap 1736 í leyfisleysi, skildi illa við, og fór þá að Finnbogastöðum í Trékyllisvík, var síðast að Moldhaugum og andaðist þar. Mun hafa verið lítill búhöldur, fekkst við lækningar, hefir samið rím (sjá Lbs.).
Kona 1: Helga Ólafsdóttir prests að Munkaþverá, Einarssonar; þau bl. (hún dó 18 vikum eftir hjónabandið).
Kona 2: Helga Skúladóttir frá Urðum, Illugasonar. Dætur þeirra: Helga dó um tvítugt bl., Málmfríður átti Jón Bjarnason frá Hesteyri, Jónssonar.
Kona 3: Ragnhildur Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Mývatnsþingum, Björn skólagenginn, komst í þjófnað, strauk til Hollands, Ólöf átti síra Sigfús Sigurðsson að Felli í Sléttahlíð, Illugi á Ámýrum, Elín átti Bjarna (Djöflabana eða Latínu-Bjarna) Jónsson að Knerri (HÞ.; SGrBI) Þórarinn Jónsson (1700–21. okt. 1752).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Þórarinsson í Hjarðarholti og kona hans Rannveig Jónsdóttir prests að Reynistaðarklaustri, Einarssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1717 (í efra bekk), stúdent 1720, var síðan skrifari Páls lögmanns Vídalíns 2 ár (1720–2) og fekk hjá honum ágætan vitnisburð, var síðan hjá foreldrum sínum.
Fekk Hjarðarholt 30. nóv. 1730, vígðist 10. dec. s.á. og hélt til æviloka, var og prófastur í Dalasýslu frá 1739 til æviloka.
Fær hann heldur góðan vitnisburð hjá Jóni byskupi Árnasyni, en Harboe telur hann ólærðan, þótt hann beri honum gott orð að öðru leyti.
Kona: Ástríður (d. 1743) Magnúsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Magnússonar. Af börnum þeirra komst upp: Árni byskup (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.