Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson

(um 1202 – 1239)

. Goðorðsmaður. Foreldrar: Jón yngri Sigmundarson á Svínafelli og fylgikona hans, e.t.v. Gróa (eða Ragnfríður?) Teitsdóttir frá Hofi í Vopnafirði, Oddssonar, Gizurarsonar.

Tók Hof í Vopnafirði 1224.

Þótti ágætur maður. Kemur oft við Aronssögu og Sturlungu.

Kona hans: Helga dóttir Digur-Helga í Kirkjubæ á Síðu, Þorsteinssonar, Arnórssonar. Synir þeirra: Oddur, Þorvarður hirðstjóri (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.