Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson

(8.ág.1865 – 20. febr. 1922)

. Bóndi. Foreldrar: Jón (d. 5. nóv. 1869, 35 ára) Jónsson á Geitafelli í Aðaldal og kona hans Sigríður (d. 18. mars 1917) Þórarinsdóttir hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal, Magnússonar. Bóndi á Halldórsstöðum. Skarpgáfaður maður, sjálfmenntaður, víðlesinn, fjölvís og forn í skapi.

Gaf Háskóla Íslands bókasafn sitt og allar aðrar eigur sínar.

Ókv., bl. (Ýmsar heimildir; II.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.