Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson

(6. febr. 1870–5. sept. 1944)

. Bóndi, alþm. Foreldrar: Jón (d. 22. ág. 1881, 39 ára) Þórarinsson í Geitagerði í Skagafirði og kona hans Margrét (d. 26. jan. 1880, 44 ára) Jóhannsdóttir á Kjartansstöðum, Þorsteinssonar. Búfræðingur á Hólum 1890; kennari við Hólaskóla 1893–96.

Bóndi á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu frá 1896 til æviloka; hreppstjóri í nær 40 ár og gegndi einnig lengi öðrum helztu trúnaðarstörfum í sveit sinni; í stjórn kvennaskólans á Blönduósi í 28 ár, lengst af formaður; skipaður í yfirfasteignamatsnefnd 1927. Konungkj. þm. 1905–07; þm. Húnv. 1912–13 og 1916–23; þm. V.Húnv. 1924–27. Skipaður í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum 1927. R. af fálk. Kona (16. júní 1899): Sigríður (d. 17. maí 1944, 69 ára) Þorvaldsdóttir prests á Hjaltabakka, Ásgeirssonar. Börn þeirra: Þorvaldur á Blönduósi, Ingibjörg átti Óskar Jakobsson, Aðalheiður átti Magnús Gunnlaugsson á Ósi í Steingrímsfirði, Brynhildur átti Jón stórkaupm. Loftsson í Rv., Skafti (d. 1938) verzIm. í Rv., Sigríður óg. í Rv., Jón á Hjaltabakka, Hermann sparisjóðsgjaldkeri á Blönduósi, Magnús fasteignasali í Rv., Þóra Margrét (látin) átti Kristján Snorrason á Blönduósi, Hjalti læknir (Br7.; Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.