Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson

(30. janúar 1855–29. mars 1937)

Verzlunarmaður.

Foreldrar: Jón Árnason í Vestmannaeyjum og kona hans Þuríður Oddsdóttir skipasmiðs sst.„ Ögmundssonar.

Fluttist til Rv. 1874 og stundaði sjómennsku. Varð utanbúðarmaður í Zimsensverzlun 1890 og síðan, við mikið lof viðskiptamanna og af orðlagðri trúmennsku. Lét sér mjög annt um bindindismál. Dætur hans: (með Valgerði Guðmundsdóttur frá Dúkskoti) Rósa átti Harald stúdent Sigurðsson, (með Helgu Markúsdóttur að Hjörleifshöfða, Loptssonar) Lilja átti Halldór skrifstofumann í Reykjavík Matthíasson prests í Miðgörðum, Eggertssonar (Óðinn XXxX; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.