Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Jónsson

(1755–7. ág. 1816)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Jón Þórarinsson í Mývatnsþingum og kona hans Helga Tómasdóttir að Ósi í Hörgárdal, Tómassonar. F. í Vogum við Mývatn. Lærði fyrst hjá hálfbróður sínum, Tómasi Skúlasyni, síðast presti á Grenjaðarstöðum, tekinn í Hólaskóla 1769, stúdent 5. apr. 1774, með ágætum vitnisburði. Var síðan kennari á Reynistað í 3 ár, kenndi og bróður sínum, Benedikt skáldi Gröndal, síðar yfirdómara. Gekk því næst í þjónustu Vigfúsar sýslum. Schevings á Víðivöllum 1777–81, varð djákn að Möðruvallaklaustri 1781, bjó að Lækjarbakka, fekk Myrká 14. apríl 1785, vígðist 12. júní s. á., fekk Möðruvallaklaustursprestakall 9. mars 1799, bjó þar að Auðbrekku, fekk Múla 3. mars 1804 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður og vel skáldmæltur (sjá Lbs.). Pr. er eftir hann: Tíðavísur, Ak. 1853; 1 sálmur í Leirárgarðasálmabókinni og síðan fram að þeirri, sem nú gildir.

Kona (1. júní 1778): Guðrún (d. 3 dögum eftir mann sinn, og fóru þau í eina gröf) T5 Stefánsdóttir prests að Laufási, Halldórssonar.

Börn þeirra: Síra Stefán á Skinnastöðum, Jón guðfræðingur að Skriðuklaustri, síra Benedikt í Heydölum, Þuríður átti Jón söðlasmið Jónsson að Rauðaskriðu, Helga f.k. síra Ingjalds Jónssonar í Nesi, Þorbjörg fyrsta kona síra Kristjáns Þorsteinssonar á Völlum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.