Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Guðmundsson

(1. mars 1844–14. febrúar 1928)

Kaupmaður.

Foreldrar: Síra Guðmundur (Jónsson) Salómonsen í Árnesi og kona hans Pálína Guðrún Böðvarsdóttir prests á Mel, Þorvaldssonar.

Ólst upp með móðurbróður sínum, síra Þórarni Böðvarssyni þá í Vatnsfirði. Gerðist 1862 verzlunarmaður Clausensverzlunar á Ísafirði í 16 ár, en 4 ár verzlunarstjóri í Ólafsvík. Varð verzlunarstjóri Thostrupsverzlunar á Seyðisfirði 1882, keypti þá verzlun 1901 og hélt síðan, hafði og mikla sjávarútgerð.

Var og lengi varaumboðsmaður Frakkastjórnar. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (1882): Sigríður (f. 3. júlí 1861) Jónsdóttir prentara í Finnbogabæ í Reykjavík, Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórarinn Böðvar kaupmaður í Rv., Kristín átti Kristján héraðslækni Kristjánsson í Seyðisfirði, Guðmundur Jón kaupmaður í Seyðisfirði, Þórunn Pálína Guðrún óg. í Rv., Elísabet Anna Jónína átti Benedikt verzlunarmann Jónasson á Seyðisfirði, Lára Harriet átti Kristján Havsteen stórkaupmann í Kh. (Óðinn TI; Niðjatal Þorv. Böðvarssonar; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.