Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Erlendsson

(10. febrúar 1800–28. apríl 1898)

Prestur.

Foreldrar: Erlendur Árnason í Hellisfirði og kona hans Ólöf Jónsdóttir á Skeggjastöðum í Fellum, Oddssonar.

Lærði í heimaskóla 4 vetur hjá síra Benedikt Þorsteinssyni á Skorrastöðum, síðan 3 ár hjá síra Árna Helgasyni, stúdent frá honum 1822, Var síðan hjá síra Benedikt á Skorrastöðum 2 ár, vígðist 28. maí 1826 aðstoðarprestur síra Magnúsar Ólafssonar í Bjarnanesi, fekk prestakallið 14. apr. 1829 og varð s. á. prófastur í Austur-Skaftafellssýslu, fekk Hof í Álptafirði 24. nóv. 1843, fluttist þangað vorið 1844, sagði þar af sér prestskap 11. nóv. 1881 frá fardögum 1882, bjó síðan um tíma að Múla í Álptafirði, en fluttist síðan aftur að Hofi til vistar og andaðist þar. Í skýrslu Helga byskups Thordersens 31. dec. 1850 er síra Þórarinn talinn lítill kennimaður í öllum greinum og gáfnadaufur, en valmenni og ástsæll, hófsamur og góður búmaður.

Kona: Guðný (d. 8. maí 1878, á 77. ári) Benediktsdóttir prests á Skorrastöðum, - Þorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Erlendur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, Ólöf átti Erlend Bjarnason í Hellisfjarðarseli, Guðrún átti Karl kaupmann Tulinius í Eskifirði, síra Þorsteinn í Heydölum, Þrúður átti Harald Briem í Búlandsnesi (Vitæ ord. 1826; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.