Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Böðvarsson

(3. maí 70 1825–7. maí 1895)

Prestur.

Foreldrar: Síra Böðvar Þorvaldsson á Mel og kona hans Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. F. í Gufudal. Var óreglulegur nemandi í Bessastaðaskóla 3 ár, en fullkominn 1845, varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847, með 2. einkunn (71 st.), próf úr prestaskóla 1849, með 1. einkunn (47 st.). Vígðist 12. ág. 1849 aðstoðarprestur föður síns, fekk Vatnsfjörð 7. mars 1854, Garða á Álptanesi 1. febr. 1868 og hélt til æviloka. Prófastur í NorðurÍsafjarðarsýslu 1865–8, í Kjalarnesþingi 1872–95. Alþm. Gbr. og Kj. 1869–94. R. af dbr. 2. ág. 1874. Ritstörf: Tvær ritgerðir um þrifnað (önnur eftir hann), Rv. 1867; Lestrarbók handa alþýðu, Kh. 1874; Kirkjutíðindi (með Hallgrími Sveinssyni), Rv. 1878–9. Líkræður og húskveðjur (í útfm. síra Árna Helgasonar, Rv. 1877; Sigríðar Hannesdóttur, Rv. 1877; síra Sigurðar Br. Sívertsens, Rv. 1887; Péturs byskups Péturssonar, Rv. 1891; Árna smiðs Hildibrandssonar, Rv. 1892). Sálmur einn er eftir hann í sálmab. 1871. Hann gaf stórfé til stofnunar Flensborgarskóla, lét gera Garðakirkju úr steini.

Kona (13. sept. 1849): Þórunn (f. 21. ág. 1816, d. 13. mars 1894) Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar, og voru þau systrabörn.

Börn þeirra, er upp komust: Böðvar (dó í Reykjavíkurskóla 1869), Elísabet Þóra miðkona Þorsteins guðfræðings og kaupmanns Egilsonar í Hafnarfirði, Anna átti Kristján dómstjóra Jónsson, Jón fræðslumálastjóri (Vitæ ord. 1849; Andvari 1897; Sunnanfari II; Kirkjublað, 5. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.