Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn Benediktsson

(3. mars 1871– 12. nóv. 1949)

.

Bóndi, alþm. Foreldrar: Benedikt (d. 22. jan. 1927, 88 ára) Rafnsson í Keldhólum á Völlum og kona hans Málfríður (d. 23. ág. 1907, 69 ára) Jónsdóttir í Keldhólum, Marteinssonar.

Búfræðingur á Eiðum 1892.

Bóndi í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 1897– 1919; gerðist þá gjaldkeri í útbúi Íslandsbanka á Seyðisfirði og síðar Útvegsbankans þar. Var hreppstjóri 1898–1919; sýslunefndarmaður um skeið og í stjórn Eiðaskóla. Þm. S.-Múl. 1914– 15; átti sæti á búnaðarþingi í nokkur ár. Kona (19. júní 1897): Anna María (f. 6. apr. 1877) Jónsdóttir í Gilsárteigi, Þorsteinssonar. Börn þeirra: Jón tónlistarráðunautur, Anna átti Jón Sigurðsson bankamann í Rv., Benedikt bankamaður á Seyðisfirði, Málfríður átti Hallgrím Helgason (Alþingism.tal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.