Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn (Erlendur) Tulinius (skrifaði sig Thor. E. Tulinius)

(28. júlí 1860–10. nóv. 1932)

Stórkaupmaður.

Foreldrar: Karl D. Tulinius kaupmaður að Eskifirði og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir prests að Hofi í Álptafirði, Erlendssonar. Var sendur til náms til Danmerkur 9 ára, var um tíma í Hróarskelduskóla, en sneri sér síðan að verzlunarnámi. Var því næst hjá föður sínum á sumrum, en utanlands á vetrum. Setti 1889 upp sjálfstæða stórverzlun í Kh. og eignaðist smám saman ýmsar verzlanir á Íslandi, keypti 1898 gufuskip til vöruflutninga landa í milli og jókst sú starfsemi hans síðan. Stofnaði 1903 gufuskipafélagið Thore, var sjálfur aðaleigandi og forstöðumaður. Eftir að hann lét af því starfi, stofnaði hann „hinar sameinuðu íslenzku verzlanir“, og eignaðist það félag bæði verzlanir sjálfs hans og Gránufélags o. fl. verzlanir víða um land, og var hann forstöðumaður. Orðlagður dugnaðarmaður.

R. af dbr., dbrm., str. af fálk.

Kona: Helga, dóttir Frichs verksmiðjueiganda í Árósum.

Börn þeirra staðnæmdust í Danmörku (Óðinn I og XVI; Verzltíð., 16. árg.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.