Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórarinn (Benedikt) Þorláksson

(14. febr. 1867–10. júlí 1924)

Málari.

Foreldrar: Síra Þorlákur Stefánsson að Undornfelli og s.k. hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Nam bókband og stundaði um hríð í Rv. Var síðan í Kh. 6 ár og nam málaralist. Eru til eftir hann allmargar landslagsmyndir Hann var um hríð skólastjóri Iðnskólans og rak síðustu árin bókaverzlun í Rv.

Kona (12. nóv. 1903): Sigríður (f., 19. ág. 1876) Snæbjarnardóttir kaupmanns á Akranesi, Þorvaldssonar. Dætur þeirra: Dóra átti Gest lögfræðing og leikara Pálsson, Guðrún átti síra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Björn stúdent, efnafræðingur (Óðinn VI; Br7.; 0. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.